Að teygja sig

22.01.2007

Sælar og takk fyrir frábærann vef.

Þið getið ekki ímyndað ykkur hvað ég hef oft leitað í viskubrunn ykkar :)Þannig er mál með vexti að ég er komin tæpar 18 vikur og mér líður alveg ágætlega. Það eru fullt af mjög ráðagóðu fólki í kringum mig, og eitt af því sem ég hef verið að heyra voða oft er að ég megi alls ekki teygja mig upp í loft eða slíkt en enginn getur sagt mér af hverju eða hvað geti gerst. Er þetta satt? Má ég ekki teygja mig?


Sæl og blessuð!

Meginregla í sambandi við alla hreyfingu í eðlilegri meðgöngu, er að ef þér líður vel og viðkomandi hreyfing veldur engum verkjum eða óþægindum, þá er í lagi að gera viðkomandi hreyfingu. Þér er alveg óhætt að teygja þig upp í efri skápana svo lengi sem þú finnur hvergi til. Líkaminn segir okkur ótúrlega margt um hvað hann þolir, ef við hlustum vel á hann, líka á meðgöngu!

Bestu kveðjur,

Halla Björg Lárusdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
22. janúar, 2007.