Spurt og svarað

22. janúar 2007

Að teygja sig

Sælar og takk fyrir frábærann vef.

Þið getið ekki ímyndað ykkur hvað ég hef oft leitað í viskubrunn ykkar :)Þannig er mál með vexti að ég er komin tæpar 18 vikur og mér líður alveg ágætlega. Það eru fullt af mjög ráðagóðu fólki í kringum mig, og eitt af því sem ég hef verið að heyra voða oft er að ég megi alls ekki teygja mig upp í loft eða slíkt en enginn getur sagt mér af hverju eða hvað geti gerst. Er þetta satt? Má ég ekki teygja mig?


Sæl og blessuð!

Meginregla í sambandi við alla hreyfingu í eðlilegri meðgöngu, er að ef þér líður vel og viðkomandi hreyfing veldur engum verkjum eða óþægindum, þá er í lagi að gera viðkomandi hreyfingu. Þér er alveg óhætt að teygja þig upp í efri skápana svo lengi sem þú finnur hvergi til. Líkaminn segir okkur ótúrlega margt um hvað hann þolir, ef við hlustum vel á hann, líka á meðgöngu!

Bestu kveðjur,

Halla Björg Lárusdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
22. janúar, 2007.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.