Spurt og svarað

22. maí 2008

Sárar hreyfingar

Sæl!

Ég er ófrísk af mínu öðru barni og er komin 29 vikur. Ég byrjaði að finna fyrir hreyfingum mjög snemma, finn mjög mikið fyrir hreyfingunum og þær eru mjög kröftugar - mikið meira en síðast sem voru þó miklar og kröftugar.

Það sem ég hef áhyggjur af er að í hvert sinn sem að barnið kemur við einn ákveðin stað inni í bumbunni finn ég mikinn sársauka og það er eins og sá staður sé mjög vinsæll „sparkstaður“. Þetta byrjaði fyrir svona 2 - 3 vikum. Getur verið að ég sé marin eða komin með sár innan á veggi bumbunnar? Ef ég ýti á þennan stað er ég svolítið aum eins og ég hafi verið klipin. Þarf ég að hafa áhyggjur af þessu eða er þetta bara eðlilegt?


Sæl!

Sennilega er þetta rétt hjá þér að ef barnið sparkar mikið á sama stað þá gæti verið að þú sért pínu marin þar.

Gangi þér vel.

Kveðja,

Tinna Jónsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
22. maí 2008.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.