Sársaukafullir stingir

20.06.2011

Sælar kæru ljósur,mig langaði að kanna hvort það væri eðlilegt að fá sársaukafulla stingi sem endast í nokkrar sekúndur og koma oftast þegar maður teygir úr sér eða stendur upp? Er það út af legböndunum?
Komdu sæl.

Já sennilega eru þetta togverkir sérstaklega ef þú ert á fyrri parti meðgöngunnar.

Kveðja

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
20. júní 2011.