Spurt og svarað

16. desember 2008

Sársauki við kynlíf

Hæhæ

Ég vil byrja á að þakka fyrir frábæran vef!  Hann hefur bjargað mér alveg á meðgöngunni en ég er með eina spurningu.  Þegar ég og kærastinn stundum heimaleikfimina er mjög vont þegar hann reynir að stinga honum inn, bara um leið og kóngurinn kemur í leggönginn er það mjög vont!  Við höfum prófað sleipiefni en það virðist ekki virka.  Þetta byrjaði bara sem óþægindi fyrst á meðgöngunni og ég hef heyrt að það sé alveg eðlilegt!  En svo hefur þeta bara versnað :(  Er þetta alveg eðlilegt eða?  Ég er komin rúmar 27 vikur á leið.


Sæl

Það fyrsta sem mér dettur í hug er að þú sért eitthvað bólgin á kynfærunum annað hvort vegna bjúgs og þrýstings frá barninu eða vegna æðahnúta sem geta verið að valda vandræðum á þessu svæði á meðgöngu.  Það er ósköp lítið við þessu að gera annað en að skemmta sér við að finna aðrar leiðir til heimaleikfimi.

Kveðja

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
16. desember 2008.

 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.