Sársauki við kynlíf

16.12.2008

Hæhæ

Ég vil byrja á að þakka fyrir frábæran vef!  Hann hefur bjargað mér alveg á meðgöngunni en ég er með eina spurningu.  Þegar ég og kærastinn stundum heimaleikfimina er mjög vont þegar hann reynir að stinga honum inn, bara um leið og kóngurinn kemur í leggönginn er það mjög vont!  Við höfum prófað sleipiefni en það virðist ekki virka.  Þetta byrjaði bara sem óþægindi fyrst á meðgöngunni og ég hef heyrt að það sé alveg eðlilegt!  En svo hefur þeta bara versnað :(  Er þetta alveg eðlilegt eða?  Ég er komin rúmar 27 vikur á leið.


Sæl

Það fyrsta sem mér dettur í hug er að þú sért eitthvað bólgin á kynfærunum annað hvort vegna bjúgs og þrýstings frá barninu eða vegna æðahnúta sem geta verið að valda vandræðum á þessu svæði á meðgöngu.  Það er ósköp lítið við þessu að gera annað en að skemmta sér við að finna aðrar leiðir til heimaleikfimi.

Kveðja

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
16. desember 2008.