Sársauki við kynmök

15.01.2007

Núna er ég að koma með mitt þriðja barn og allt gengur bara ljómandi vel:)  En þegar kemur að því að mig/okkur langar að stunda kynlíf þá bara get ég það ekki, ég er svo ofboðslega aum í legöngunum og finn mikinn sviða og óþægindi þannig að þetta er bara hreint og beint vont.  Jú kynlíf er meira en bara að fá tippi í sig en okkur langar það líka:)  Ég er gengin núna 24 vikur og ég hef aldrei fundið fyrir svona, er þetta eðlilegt? og hvað getur verið að?


Komdu sæl.

Það er erfitt að svara því svona í gegnum tölvupóst hvort þetta er eðlilegt eða ekki og fleiri upplýsingar sem vantar.  Ef þetta er vegna þurrks í leggöngum getur það verið eðlilegur fylgikvilli vegna hormónabreytinga og þá þarf bara að nota sleipiefni til að laga vandamálið.  Ég ráðlegg þér að tala um þetta við ljósmóðurnina þína eða lækni.  Hugsanlega er um sýkingu að ræða í leggöngunum og þá þarf að taka sýni til að staðfesta það og hugsanlega setja þig á sýklalyf.

Gangi þér vel

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir.
15.01.2007.