Sauðburður

29.04.2008

Sælar ljósmæður.

Ég er að velta því fyrir mér hvort mér sé óhætt að fylgjast með sauðburði, þ.e. ekki taka á móti heldur bara vera í fjárhúsunum, halda á lömbunum kannski og hjálpa til við þetta án þess að komast í tæri við burðinn sjálfan.

Ég sá nefnilega fyrirspurn af þessu tagi hér þar sem ekki var ráðlagt að koma nálægt sauðburði vegna hættu á bogfrymlasótt en er að velta því fyrir mér hvort að það eigi ekki bara við ef að konan er að taka á móti lömbunum og vasast í vessunum.

Sem sagt, má vera í fjárhúsunum og taka þátt án þess að taka á móti?

Kveðja, sveitakona.


Sæl og blessuð sveitakona!

Þú ættir að finna svarið í grein Helgu Finnsdóttur, dýralæknis.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
29. apríl 2008.