Segulómskoðun

12.11.2008

Góðan dag.

Ég fór í segulómskoðun um daginn og daginn áður er séns að það hafi orðið getnaður, er með þetta alveg á tæru, þ.e hvenær hugsanlegur getnaður hefur orðið :-) Getur einhver skaði hlotist af segulómskoðuninni? Ég veit að maður á ekki að  fara í segulómskoðun ófrískur.

Kveðja,xxxxx.


Sæl og takk fyrir að leita til okkar.

Það eru hverfandi líkur á að segulómunin hafi í nokkru skaðað fóstrið þar sem það var rétt að byrja að myndast þegar þú fórst í ómskoðunina. Því tel ég að þú þurfir ekki að hafa neinar áhyggjur vegna þess.

Hafðu það gott á meðgöngunni.

Kær kveðja,

Þórdís Björg Kristjánsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
12. nóvember 2008.