Seról

12.11.2006

Sæl og takk fyrir góðan  vef!

Ég er komin rúma 7 mánuði á leið og var á Seról og Seroquel áður en ég varð þunguð. Ég hætti um leið og ég komst að því að ég væri ólétt.
En nú er svo komið að því að ég er í þeirri stöðu að ég er farin að spá í að byrja aftur á Serólinu þar sem mikil streita hefur háð mér. Er það alveg óhætt? Eru einhverjar áhættur sem myndu fylgja því?

Með fyrirfram þökk.


Sæl og takk fyrir að leita til okkar!

Ef þú telur þig þurfa á lyfjum á halda þá ættir þú að hafa samband við lækni. Á meðgöngu er mjög mikilvægt að vega og meta þá áhættu sem lyfjanotkun hefur í för með sér til móts við þann ávinning sem notkunin hefur í för með sér.

uppfært 28.10.2015