Seroxat á meðgöngu

20.01.2015

Góðan daginn, Ég held að ég sé ólétt og ég er að taka 1/2 töflu af Seroxat (10mg) er það í lagi fyrir fóstrið eða á ég að hætta að taka það.

 

Heil og sæl, það er gott að ráðfæra sig við lækni í sambandi við lyfin. Það þarf að vega og meta hvert tilfelli hvort að gera þurfi lyfjabreytingar. Í bréfinu þínu kemur fram þú sért ekki alveg viss um hvort þú sért ólétt eða ekki. Ef þú ert ekki ólétt en að reyna mundi ég ráðleggja þér að skoða lyfjamálið áður en þú verður ólétt og ef að þarf að breyta að gera það þá strax.

 
Gangi þér vel og bestu kveðjur
Áslaug Valsdóttir
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur
20. jan. 2015