Sést hvort að barnið er með Down´s syndrome i 20 vikna sónar?

27.02.2009

Sést hvort að barnið er með Down´s syndrome i 20 vikna sónar?


Sæl!

Það er aldrei hægt að greina Down´s heilkenni með ómskoðun hvorki við 12 vikur né 20 vikur. Hins vegar er skimað eftir vísbendingum á hinum ýmsu líffærum og ef vísbendingar sjást er boðið upp á litningarannsókn sem greinir Down´s heilkenni, hvort sem er við 12 vikur eða 20 vikur.

Kveðja,

María Jóna Hreinsdóttir,
ljósmóðir - deildarstjóri fósturgreinardeildar LSH,
27. febrúar 2009.