Sigiling - sjóveikistöflur

14.04.2014
Ég er á leið í siglingu í sumar (komin 21 viku ca á útleið). Ég er orðin svo stressuð fyrir siglingunni og sjóveiki, má nota sjóveikisplástur eða koffinátín á meðgöngu?


Sæl
Það er í góðu lagi að nota Postafen við ferðaveiki á meðgöngu en það er ekki mælt með að nota sjóveikisplásturinn á meðgöngu. Ég mæli með að þú ræðir þessar áhyggjur einnig við ljósmóðurina þína í mæðraverndinni, hún getur einnig gefið þér góð ráð.

Með bestu kveðju,
Signý Dóra Harðardóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
14. apríl 2014