Aðgerð á fótum í byrjun meðgöngu

09.03.2007

Góðan dag!

Ég var að komast að því að ég er ófrísk, líklega komin 4-6 vikur á leið. Ég á að fara í aðgerð á báðum fótum eftir 2 vikur, það á sem sagt að taka beinin sem vaxa þarna út.  Þetta er aðgerð sem ég hef beðið mjög lengi eftir en vil að sjálfsögðu ekki taka áhættu.  Er í lagi að fara í svona aðgerð á meðgöngu.

Kær kveðja.


Sæl og blessuð!

Ég get ekki svarað því hvort það sé óhætt fyrir þig að fara í þessa aðgerð svo ég ráðlegg þér að hafa strax samband við þann lækni sem ætlar að gera aðgerðina og ráðfæra þig við hann.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
9. mars 2007.