Sigling á meðgöngu

04.02.2013

Sælar
Ég er að fara til Spánar og var að spá hvort að það væri í lagi að fara í siglingu á snekkju þegar maður er gengin um 26 vikur?Sæl
Það er í góðu lagi að fara í siglingu á 26. viku meðgöngu, almenn skynsemi og öryggisreglur gilda að sjálfsögðu eins og að passa sig á mögulegri hálku á þilfari. Þar sem þú þarft örugglega að fara í flug, til að komast til Spánar, mæli ég með að þú kynnir þér bæklinginn „ljósmóðirin skrifar um flug á meðgöngu".
Gangi þér vel.

Með bestu kveðju,
Signý Dóra Harðardóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
4. febrúar 2013