Sigling á seinni hluta meðgöngu

28.12.2007

Hæ hæ mig langaði að spyrja hvernig er með siglingu á seinustu vikum meðgöngu? Ég á von á mínu fyrsta barni í lok júlí. Við hjónin vorum að spá í að fara með Norrænu til Danmerkur þegar ég er á 36.viku og koma tilbaka þegar ég er á 37.viku. Það sem mig langaði að vita var hvort að það sé alveg óhætt fyrir mig að fara á sjó á þessum tíma?


Komdu sæl.

 

Sigling sem slík er kannski allt í lagi en það er frekar áhættusamt að fara í nokkurra daga siglingu og vera fastur út á sjó ef fæðing fer af stað.  Sérstaklega þar sem þetta er fyrsta barn.  Nú þekki ég ekki Norrænu en það er örugglega ekki sérhæfð læknis og nýburaþjónusta um borð ef á þarf að halda.  Ef þú hugsar þetta aðeins betur sérðu að ef fæðing fer af stað og EF eitthvað kemur uppá t.d. blæðing eða minnkaðar hreyfingar hjá barninu þá viltu ekki vera þar sem þú kemst ekki til ljósmóður eða læknis í marga daga... er það?

Bestu kveðjur

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
28. desember 2007.