Spurt og svarað

28. desember 2007

Sigling á seinni hluta meðgöngu

Hæ hæ mig langaði að spyrja hvernig er með siglingu á seinustu vikum meðgöngu? Ég á von á mínu fyrsta barni í lok júlí. Við hjónin vorum að spá í að fara með Norrænu til Danmerkur þegar ég er á 36.viku og koma tilbaka þegar ég er á 37.viku. Það sem mig langaði að vita var hvort að það sé alveg óhætt fyrir mig að fara á sjó á þessum tíma?


Komdu sæl.

 

Sigling sem slík er kannski allt í lagi en það er frekar áhættusamt að fara í nokkurra daga siglingu og vera fastur út á sjó ef fæðing fer af stað.  Sérstaklega þar sem þetta er fyrsta barn.  Nú þekki ég ekki Norrænu en það er örugglega ekki sérhæfð læknis og nýburaþjónusta um borð ef á þarf að halda.  Ef þú hugsar þetta aðeins betur sérðu að ef fæðing fer af stað og EF eitthvað kemur uppá t.d. blæðing eða minnkaðar hreyfingar hjá barninu þá viltu ekki vera þar sem þú kemst ekki til ljósmóður eða læknis í marga daga... er það?

Bestu kveðjur

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
28. desember 2007.

 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.