Spurt og svarað

27. júní 2011

Silfurfyllingar í tönnum

Er hættulegt fyrir ófætt barn ef ófrísk móðir er með silfurfyllingu í tönn?


Silfurfyllingar innihalda kvikasilfur og það er ástæða þess að margir hafa haft efasemdir um öryggi þeirra og áhrif á heilsu okkar og jafnvel ófæddra barna. Þegar þessar fyllingar eru settar í eða teknar úr þá losna út kvikasilfurgufur en þær geta líka losnað út við það að tyggja.

Það er ekki gott að fullyrða neitt um þetta en fæðu- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) heldur því fram að kvikasilfurfyllingar séu öruggar fyrir flesta og þar með taldar flestar barnshafandi konur. Hins vegar geta þær verið hættulegar fyrir heilsu fólks sem er mjög viðkvæmt og þá getur jafnvel lítið magn af gufum frá kvikasilfri sem losna úr tannfyllingum ógnað heilsu þeirra.

Ef þörf er á tannviðgerð á meðgöngu er best að ráðfæra sig við tannlækninn sinn.

Kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
27. júní 2011.

Heimild: http://www.marchofdimes.com/pregnancy/stayingsafe_mercury.html

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.