Spurt og svarað

12. apríl 2007

Silíkonbrjóst

Ég vil þakka fyrir frábæran vef og sendi inn eina fyrirspurn sem hefur legið dálítið þungt á mér.Ég fór í brjóstastækkun fyrir um 10 árum síðan og er nú ólétt í fyrsta sinn. Hef m.a. lesið grein þar sem sagt er að konur þurfi að láta lagfæra eða athuga brjóstin eftir 10 ár. Púðarnir geti sprungið eða lekið. Maður verður náttúrulega dauðhræddur við að lesa svona greinar! En mig langar að vita hvort ég þurfi að hafa einhverjar áhyggjur af þessu, þarf ég að láta skoða brjóstin sérstaklega? Eykst hættan á þessu við aukinn þrýsting og fyrirferð brjóstanna samfara óléttunni? Ég er komin u.þ.b. 3 mánuði á leið. Þau eru byrjuð að stækka og stundum verða þau dálítið hörð en verða svo mjúk aftur.

Með von um upplýsingar.Sæl og blessuð.

Þetta er nokkuð sem þú þarft að eiga við þinn lækni. Ef að það þarf eftirlit með púðunum á ákveðum ára fresti þá verður að sinna því. Það kemur meðgöngunni ekki við sérstaklega. Það er misjafnt hve mikið konur finna fyrir óþægindum í brjóstum á meðgöngu vegna stækkunar og þroska þeirra. Það eru kannski heldur meiri líkur á óþægindum ef púðar eru í brjóstum en óþægindi eru í sjálfu sér ekki verri eða meiri. Það eru ekki meiri líkur á að þeir springi svo ég viti, þá þarf yfirleitt að koma til meiriháttar högg. Og eins og þú veist sjálfsagt er brjóstagjöfin oftast vandræðalaus hjá konum með púða. Þær þurfa aðeins að gefa 1-3 sinnum oftar á sólarhring en aðrar konur allavega til að byrja með.

Með ósk um velgengni,

Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
12. apríl 2007.


Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.