Sink

28.02.2015

Ef maður er að taka d vítamin, fólinsýru og omega 3  mælið þið með því að taka sink á meðgöngu líka, í töfluformi? Á sink frá heilsu stendur að það sé 52mg kalk og 15 mg sink Fyrirfram þakkir

 
 Komdu sæl, sink er mikilvægt fyrir líkamann en það er ekki sérstaklega mælt með því að taka sink á meðgöngu hér. Það er frekar auðvelt að fá sink úr mat og fyrir fólk sem borðar allan mat ætti ekki að vera þörf á bætiefnum. Sink skortur er ekki algengur hérlendis. Matur sem inniheldur sink eru t.d. kjúklingur, rautt kjöt, graskersfræ, tofu, ýmsar baunir, spínat, mjólk.
Dagsþörf kvenna á meðgöngu eru 11 mg. Töflurnar sem þú ert með innihalda því óþarflega mikið sink. Það er þó ekki skaðlegt fyrir þig að taka viðbótarsink ef þú heldur að maturinn sem þú borðar inniheldi ekki nægjanlegt magn af efninu. Þú getur t.d. tekið töflurnar þínar annan hvern dag þá tekurðu ekki of mikið. Gangi þér vel.
 
Bestu kveðjur
Áslaug V.
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur
28.feb.2015