Spurt og svarað

19. september 2010

Sjúkraþjálfun og nudd á 1. þriðjungi

Komið þið sælar kæru ljósmæður og bestu þakkir fyrir góðan og upplýsandi vef!

Ég hef verið lengi í sjúkraþjálfun og nuddi vegna verkja í stoðkerfi. Sú meðferð sem ég hef verið að fá er nudd, nálar, laser og stuttbylgjur. Svæðið sem mest er verið að vinna með er mjóbak, í kringum rófubein, rass og mjaðmir, háls og herðar og fætur. Nú eru fyrirhuguð uppsetning á fósturvísi hjá mér í næstu viku og er ég að velta því fyrir mér hvort ég þurfi að tilkynna sjúkraþjálfaranum strax um mögulega/væntanlega þungun? Ég sá á vefnum ykkar að svo á við ef nálar eru notaðar. Hvað með hinar meðferðirnar. Má ég t.d. fá stuttbylgjur á mjóbakssvæðið á þessum fyrsta hluta meðgöngu? Hvað með nuddið, skiptir þar t.d. olían sem sjúkraþjálfarinn notar máli?


Sæl og blessuð

Það er best fyrir þig að segja sjúkraþjálfaranum frá uppsetningunni svo hægt sé að taka tillit til þess í sjúkraþjálfuninni. Sjúkraþjálfarinn á að vita hvaða meðferðum má beita við þessar aðstæður.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
19. september 2010.
 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.