Skakkar tennur

20.08.2007

Ég er komin rúmar 38 vikur á leið, og finnst tennurnar í mér vera að losna og skekkjast, getur það tengst meðgöngunni?
Komdu sæl.


 

Tennur geta skemmst frekar á meðgögnu en annars en ég hef aldrei heyrt um að þær geti skekkst.  Vissulega breytast gómarnir á meðgöngunni og verða blóðríkari og gljúpari og hugsanlega getur það breytt eitthvað tönnunum en ég ráðlegg þér að tala um þetta við tannlækni.

Gangi þér vel.

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
20. ágúst 2007.