Skekkjumörk ómskoðunar eftir 24. viku

10.12.2008

Kæru ljósmæður!

Kona sem ég þekki fór í sína fyrstu ljósmæðraskoðun 5. nóvember sl. og í framhaldinu í segulómun á kvennadeildinni þann 10. nóvember. Þá var henni sagt að hún væri komin tæplega 7 mánuði á leið og ætti að eiga barnið þann 18. janúar. Hver eru skekkjumörkin í þessu tilviki. Hún man ekki vel hvenær hún fór seinast á túr. Ég sé hér á síðunni að þegar ómunin er gerð við 19 vikur þá eru skekkjumörkin +/- tvær vikur. Gildir það sama þegar hún er komin svona langt á leið?

Kær kveðja.Sæl!

Ómskoðun á meðgöngu sem er gerð eftir 24 viku meðgöngu hefur skekkjumörk upp á u.þ.b. 14 daga. Ómskoðun gerð fyrir 20 viku hefur skekkjumörk upp á u.þ.b. 4-6 daga. Þegar væntanlegur fæðingardagur er gefinn upp er hann við 40 vikur, en eðlileg meðganga er frá 38-42  vikur.

Kær kveðja,

María Jóna Hreinsdóttir,
ljósmóðir - deildarstjóri fósturgreinardeildar LSH,
10. desember 2008.