Spurt og svarað

29. nóvember 2006

Skjaldbökur og meðganga

Við hjónin eigum 2 vatnaskjaldbökur í búri sem bóndinn sér alfarið um. Er hættulegt fyrir mig og ungbörn að vera nálægt þessum dýrum og í hverju fellst hættan?

 


 

Við leituðum til Helgu Finnsdóttur dýralæknis sem sendi okkur þetta svar:

Sæl.

Það er nú svo að innflutningur skjaldbaka hefur verið bannaður í mörg ár - og ekki af ófyrirsynju. Í ljósi innflutningsbannsins má áætla að skjaldbökurnar ykkar hafi verið fluttar ólöglega til landsins - og í því felst töluverð hætta, ekki síst fyrir ungbörn og reyndar einnig fyrir fullorðið fólk. Þú getur lesið um ástæðu innflutningsbannsins á heimasíðu minni www.dyralaeknir.com undir „fréttir“ og síðan fyrirsögninni „Bann við innflutningi á eðlum og skjaldbökum“. Þar skrifar Gísli Jónsson, sérgreinadýralæknir fiskisjúkdóma um ástæður innflutningsbannsins og hættuna sem getur fylgt þessum dýrum. Í ljósi smithættunnar sem kann að stafa af skjaldbökunum ykkar er skynsamlegast að losa sig við þær, með öryggi þitt og barnanna ykkar að leiðarljósi.

Með bestu kveðjum,

Helga Finnsdóttir, dýralæknir
Sérgrein: Sjúkdómar hunda og katta
www.dyralaeknir.com
29. nóvember 2006.

yfirfarið 29.10.2015

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.