Skjaldkirtilslyf á meðgöngu

11.02.2010
Er hættulegt að taka lyf við skjaldkirtilssjúkdómi á meðgöngu.


Komdu sæl.

Nei venjulega er það ekki hættulegt, en þetta er eitthvað sem er nauðsynlegt fyrir þig að tala við lækni um sem fyrst á meðgöngunni, þar sem oft þarf að breyta skammtastærðum og fylgjast vel með skjaldkirtilshormónum á meðgöngu.


Kveðja

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
11. febrúar 2010.