Skorðað barn

04.12.2008

Góðan daginn.

Ég er gengin 30 vikur og 2 daga og barnið er búið að skorða sig.  Ef hann afskorðar sig, skorðar hann sig þá aftur fyrir fæðingu eða skorða þau sig ekki aftur?

Takk takk

 


Komdu sæl

Það vantar í upplýsingarnar hvort þú ert að ganga með þitt fyrsta barn eða seinni börn. 

Ef þú ert með fyrsta barn er ósennilegt að hann losi höfuðið aftur úr grindinni heldur verður hann skorðaður fram að fæðingu. 

Seinni börn hafa venjulega aðeins meira pláss og skorða sig oftast ekki svona snemma og jafnvel ekkert fyrr en í fæðingunni.  Það er mögulegt að þau skorði sig að einhverju leiti en losi sig svo aftur.

Kveðja

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
4. desember 2008