Skorðaður kollur

06.02.2007
Sæl
Mig langar að vita hvort að það sé algengt að börn séu búin að skorða sig
á 32 viku, eða getur það þýtt að barnið muni fæðast fyrr?
Með fyrirfram þökk
Ein komin 32 vikur á leið


Sæl og blessuð!

Á fyrstu meðgöngu hjá konum skorðar barnið sig oftast fyrr heldur en þegar þær hafa fætt áður.
Það að barn sé búið að skorða sig við 32 vikur er í fyrra fallinu, en það eitt og sér er ekki vísbending um að barnið muni fæðast fyrir áætlaðan fæðingadag.  Það er allur gangur á þessu,  stundum er kollurinn skorðaður í margar vikur áður en barnið fæðist, og hjá fjölbyrjum skorðast kollurinn oft ekki fyrr en í fæðingunni sjálfri.
Ef þig langar að fræðast meira um þetta þá getur þú farið í "spurt og svarað" hér á síðunni og sett inn leitarorðið "skorðað"Bestu kveðjur og gangi þér vel.

Halla Björg Lárusdóttir, hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir
6. febrúar, 2007.