Spurt og svarað

02. janúar 2007

Skoðun legháls á meðgöngu

Sælar og takk fyrir góða þjónustu :)

Ég átti mitt fyrsta barn fyrir 11 árum og hitti alltaf bæði lækni og ljósmóður í mæðraskoðun. Ég man að læknirinn athugaði með útvíkkun síðustu vikurnar. Núna geng ég með mitt annað barn (komin 36 vikur) og hef einungis hitt ljósmóður eftir 20. viku.

Mun ljósmóðirin athuga útvíkkun og ef svo er hvenær mun hún gera það - eða er það ekki gert fyrr en ég fer á fæðingardeildina?Komdu sæl.

Ef allt er í lagi er enginn ástæða til að meta útvíkkun fyrr en þú ferð á fæðingadeildina.  Konur sem hafa átt barn áður eru eðlilega með aðeins útvíkkaðan legháls síðustu vikurnar sem þarf ekki að þýða að útvíkkun tengd fæðingu sé hafin.  Ef þú færð fyrirvaraverki sem eru mjög slæmir getur verið að ljósmóðirin vilji skoða þig til að vita hvort einhverjar breytingar séu að eiga sér stað á leghálsinum þ.e. hvort þú sért byrjuð í fæðingu en sennilega verður þú ekkert skoðuð nema þig gruni að fæðing sé byrjuð.

Nýárskveðja

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir. 
2. janúar 2007.Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.