Skoðun legháls á meðgöngu

02.01.2007

Sælar og takk fyrir góða þjónustu :)

Ég átti mitt fyrsta barn fyrir 11 árum og hitti alltaf bæði lækni og ljósmóður í mæðraskoðun. Ég man að læknirinn athugaði með útvíkkun síðustu vikurnar. Núna geng ég með mitt annað barn (komin 36 vikur) og hef einungis hitt ljósmóður eftir 20. viku.

Mun ljósmóðirin athuga útvíkkun og ef svo er hvenær mun hún gera það - eða er það ekki gert fyrr en ég fer á fæðingardeildina?Komdu sæl.

Ef allt er í lagi er enginn ástæða til að meta útvíkkun fyrr en þú ferð á fæðingadeildina.  Konur sem hafa átt barn áður eru eðlilega með aðeins útvíkkaðan legháls síðustu vikurnar sem þarf ekki að þýða að útvíkkun tengd fæðingu sé hafin.  Ef þú færð fyrirvaraverki sem eru mjög slæmir getur verið að ljósmóðirin vilji skoða þig til að vita hvort einhverjar breytingar séu að eiga sér stað á leghálsinum þ.e. hvort þú sért byrjuð í fæðingu en sennilega verður þú ekkert skoðuð nema þig gruni að fæðing sé byrjuð.

Nýárskveðja

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir. 
2. janúar 2007.