Spurt og svarað

15. ágúst 2008

Sleipiefni á meðgöngu

Okkur hafa borist spurningar um sleipiefni á meðgöngu og læt ég tvær þeirra fljóta hér saman.

Má nota silicone baced sleipiefni á meðgöngu? Einu svörin sem ég hef séð hjá ykkur hingað til fjalla um water baced :)

Er í lagi að nota jarðhnetuolíu sem sleipiefni á meðgöngu?


 

Sæl

Ég gat því miður ekki fundið neinar öruggar heimildir um þetta en eftir því sem ég kemst næst ætti að vera óhætt að nota silicon based sleipiefni á meðgöngu þar sem það á ekki að frásogast gegnum húð eða slímhúð og því ætti það ekki að geta farið til barnsins eða hafa nein áhrif á það. 

Jarðhnetuolía ætti sömuleiðis að vera í lagi, en enn og aftur gat ég ekki fundið neimar heimildir sem staðfesta þetta.

Kveðja

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
15. ágúst 2008.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.