Sleipiefni á meðgöngu

15.08.2008

Okkur hafa borist spurningar um sleipiefni á meðgöngu og læt ég tvær þeirra fljóta hér saman.

Má nota silicone baced sleipiefni á meðgöngu? Einu svörin sem ég hef séð hjá ykkur hingað til fjalla um water baced :)

Er í lagi að nota jarðhnetuolíu sem sleipiefni á meðgöngu?


 

Sæl

Ég gat því miður ekki fundið neinar öruggar heimildir um þetta en eftir því sem ég kemst næst ætti að vera óhætt að nota silicon based sleipiefni á meðgöngu þar sem það á ekki að frásogast gegnum húð eða slímhúð og því ætti það ekki að geta farið til barnsins eða hafa nein áhrif á það. 

Jarðhnetuolía ætti sömuleiðis að vera í lagi, en enn og aftur gat ég ekki fundið neimar heimildir sem staðfesta þetta.

Kveðja

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
15. ágúst 2008.