Spurt og svarað

20. september 2010

B12 á meðgöngu

Sæl

Nýlega eftir fæðingu sonar míns kom í ljós að B12 hafi verið alveg á mörkunum hjá mér þ.e. í lægri kantinum og líklega er talið að ég hafi verið lág einnig á meðgöngunni.  Mig langar að vita hver áhrif þess geta verið á fóstur og af hverju mér var aldrei sagt að ég hafi verið lág, er þetta ekki kannað? Hvert er ráðlagt magn af B12 á meðgöngu, með vítamínum og mat.  Hve oft eiga konur að fara í blóðprófu á meðgöngu og er þetta kannað þá?

Takk fyrir og kveðja

Harpa 


Sæl Harpa

B12 er ekki mælt á meðgöngu nema sterkur grunur sé um skort eða áhættuþáttur til staðar eins og ef konan er grænmetisæta eða flogaveik.  Þetta vítamín hefur margþætt áhrif.  Það er nauðsynlegt fyrir beinmerg, blóðfrumur, taugakerfi og þroskun kjarnsýra í líkamanum.  Skortur getur haft áhrif á minni, vöxt, taugakerfi og stuðlað að blóðleysi hjá konunni en börnum er hættara við taugakerfisgöllum ef um mikinn skort er að ræða.  Þörfin fyrir B12 eykst ekki mikið á meðgöngu frá því sem er fyrir.

Kveðja

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
20. september 2010.

 


Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.