Spurt og svarað

02. ágúst 2011

Slímtappi og samdrættir

Ég er komin 25 vikur á leið og hef verið að velta fyrir mér hvort slímtappi geti losnað eða skaddast við kynmök t.d. í mismunandi kynlífsstellingum og vegna efna sem eru í sæði? Ef eitthvað af honum losnar eða eitthvað rekst í hann endurnýjar hann sig aftur til fulls?  Ég hef verið undir miklu álagi og stressi undanfarið og fengið slæma samdrætti og fæ samdrætti eftir kynmök en ekki sára. Geta kynmök komið fæðingu af stað svona snemma?

Takk takk! Komdu sæl.

Slímtappinn er í stöðugri endurnýjun það losnar úr honum og veldur meðal annars aukinni útferð og nýtt slím myndast.  Kynmök hafa ekki mikil áhrif á þetta ferli, að minnsta kosti ekki svo að þú þurfir að hafa áhyggjur, hann losnar ekki allur við venjuleg kynmök. 

Samdrættir eru eitthvað sem þú ættir að fylgjast vel með og ræða við ljósmóðurina þína.  Ef þeir eru ekki fleiri en 4 á klukkutíma og þú finnur ekki verki með þeim eru þeir í lagi.  Fleiri en 4 á klukkutíma ættu að hringja viðvörunarbjöllum og þá ættir þú að hvíla þig og drekka vel.  Ef ekki hægir á samdráttum við það er ráð að leita til ljósmóður eða læknis.  Auknir samdrættir eftir fullnægingu eru hinsvegar eðlilegir og jafna sig venjulega á tveimur klukkutímunum.

Kveðja

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
2.ágúst 2011.

 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.