Imodium a meðgöngu?

04.01.2018

Hæ, ég er kominn 26 v og 5 d og er búin að vera með niðurgang í meira en viku og er búin að prufa allt sem hægt er að prufa eðlilega(án lyfs) og einhver benti mér á imodium en er ekki 100% a því hvort það sé í lagi fyrir konur á meðgöngu

Heil og sæl, þar sem þú ert búin að hafa niðurgang í meira en viku gæti verið rétt af þér að hafa samband við heimilslækni og sjá hvort ástæða er til að senda hægðasýni til ræktunar. Hvað varðar Immodium hafa áhrif þess á barnshafandi konur ekki verið rannsökuð. Hér má sjá frekari upplýsingar  Gangi þér vel.