Meltingargel

04.01.2018

Hæ, ég er komin 25v og fæ rosalegan brjóstsviða oft á dag, drekk nánast eingöngu sódavatn og kjamsa á tuggutöflum en Pabbi minn var að versla náttúrulegt meltingargel úr kísil er mér ráðlagt að taka það ? Með hverju mæli þið með að gera yfir brjóstsviða 

Heil og sæl, brjóstsviði er algengur meðgöngukvilli og oft frekar hvimleiður. Brjóstsviði  getur átt ýmsar orsakir og til eru nokkur ráð til að reyna að eiga við þessi óþægindi á meðgöngu. Hvað varðar efnið sem pabbi þinn er með þá veit ég ekki hvaða efni það er og get því ekki mælt með því. Gangi þér vel.