Spurt og svarað

05. janúar 2018

Súr lykt úr bleyju hjá 11 vikna

Sæl veridi Ég er med einn 11 vikna sem er eingöngu á brjósti. Fyrir nokkrum dögum sídan fór ég ad finna óedlilega mikla súra lykt úr bleyjunni hans. Er þad edlilegt? Med fyrirfram þökk

Heil og sæl, ég get því miður ekki svarað því án þess að finna lyktina.  Ég ráðlegg þér að bíða aðeins og sjá til hvað úr þessu verður. ef barnið er hresst og sprækt og kvartar ekki yfir neinu er mjög ólíklegt að eitthvað þurfi að skoða þetta nánar. Gangi ykkur vel. 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.