Stanslausir bakverkir og lyf

09.01.2018

Sæl eg er komin 11 vikur og 3 daga og eg er buin að vera með stanslausa bakverki i aðeins meira en viku er buin að profa taka paratabs en það hjalpar ekki eg finn bara meira og meira fyrir verkjunum mer finnst vont að sitja, labba, standa og liggja hva get eg gert til þess að reyna minka verkina?

Heil og sæl, þú getur reynt ýmiskonar húsráð svo sem eins og heita og eða kalda bakstra, heitt bað og nudd. Ég ráðlegg þér einnig að leita læknis til að leita orsakarinnar að þessum verkjum. Ef til vill gæti sjúkraþjálfun gagnast þér og ef læknir metur það svo færðu beiðni um þjálfun hjá honum. Gangi þér vel.