Undirbúningur fyrir gangsetningu

11.01.2018

Sæl, Ég geng með tvíbura og hef alla meðgönguna vitað að ég mun verða sett af stað eftir viku 36 ef þeir koma ekki fyrr. (Ég bý erlendis). Nú fer stóri dagurinn að nálgast og ég er að velta fyrir hvernig ég eigi að haga mér dagana á undan til þess að vera sem best undir átökin búin. Ætti ég að hreyfa mig / fara í kraftgöngu eða reyna að hvíla mig sem mest? Er eitthvað sérstakt sem er gott eða slæmt að borða eða ætti ég að reyna að stunda kynlíf?

Heil og sæl, ég ráðlegg þér að vera vel út hvíld og reyna að vera sem afslöppuðust og vel undirbúin andlega eins og þú getur frekast verið. Borðaðu það sem þér líður vel af og þykir gott. Kynlíf er gott ef það hjálpar þér að slaka á. Gangi þér sem allra best.