Kynlíf snemma á meðgöngu

15.01.2018

Sælar og takk fyrir frábæran vef. Núna er ég komin 6 vikur á leið með mitt annað barn og man ekki eftir að ég hafi velt þessu fyrir mér á fyrstu meðgöngu en er í lagi að stunda kynlíf svona snemma á meðgöngu eða þarf að bíða framyfir ákveðinn tíma ? Kær kveðja

Heil og sæl, þér er alveg óhætt að stunda kynlíf að vild alla meðgönguna ef allt er eðlilegt á meðgöngunni. Ef svo ólíklega vill til að eitthvað komi  upp á þar sem kynlíf er ekki í lagi þá verður þú látin vita af því. Gangi þér vel.