Smithætta á spítala

28.02.2015

Hæ hæ, Ég er nýlega búin að komast að því að ég er ófrísk og gengin ca 5-6 vikur. Ég er hins vegar hjúkrunarnemi og sæki þar af leiðandi bæði verknám á Landspítalann sem og starfa þar með skólanum. Er helst að spá í sjúklingum í einangrun, er nokkuð óhætt fyrir mig að fara inn til sjúklinga t.d í smit-einangrun? (Berklar eða meningitis)

 

Heil og sæl, þú skalt ræða það við deildarstjórann þinn en ef öllum verklagsreglum er framfylgt á starfsfólk að vera örugglega varið gegn smiti. Gangi þér vel.

Bestu kveðjur
Áslaug V.
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur
28.feb.2015