Snemmspjall

04.01.2010

Sæl

Ég er núna að ganga með mitt fyrsta barn komin rétt rúmar 6 vikur á leið og á pantaðan tíma í snemmspjall um miðjan janúarmánuð.  Mig langaði að spurja hvort maður þurfi að vera með einhverjar spuringar á reiðum höndum til að tíminn nýtist eitthvað? Eða hvað er það nákvæmlega sem fer fram í snemmspjallinu?

Kær kveðja, ágústbumba


Komdu sæl.

Ég skil það þannig að þú eigir pantaðan tíma hjá heimilislækni í snemmspjall.  Hann fer yfir þína heilsufarssögu og veitir þér upplýsingar um mataræði og helstu rannsóknir á meðgöngunni.  Hann á svo að meta útfrá þinni sögu hvort þú hafir einhverjar sérstakar þarfir í mæðravernd á meðgöngunni.

Kveðja

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur
4. janúar 2010.