Snúningslak á ensku

11.01.2007

Verkir í mjóbakinu hafa verið að aukast og hef átt pínu erfitt með svefn í kjölfarið. Mér hefur verið bent á að fá mér snúningslak. Ég bý erlendis og hef verið að velta því fyrir mér hvað þetta kallast á ensku, vitið þið það?


Sæl og blessuð! Takk fyrir að leita til okkar!

Snúningslak er yfirleitt kallað satin sheet eða silk sheet á ensku. Ef þú hefur ekki nú þegar skoðað upplýsingarnar hér á síðunni um Verki í mjóbaki og mjaðmagrind á meðgöngu þá gæti verið sniðugt fyrir þig að skoða það.

Gangi þér vel.

Kær kveðja frá Íslandi,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
11. janúar 2006.