Spurt og svarað

24. október 2006

Söl

Mér voru gefin söl um daginn og þegar ég var rétt búin að kyngja mundi ég eftir því að á meðgöngu mætti ekki borða hráan fisk, en hvað með annað í sjónum, s.s. söl?  Er óhætt að borða slíkt?   Sæl og blessuð! Takk fyrir að leita til okkar.

Við höfðum samband við Grím Ólafsson, sérfræðing á matvælasviði Umhverfisstofnunar. Hann taldi að það væri lítil hætta á örverumengun í sölvum vegna þess hversu lág vatnsvirkni er í þeim. Hann benti enn fremur á skýrslu frá Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins sem heitir: „Athuganir á matþörungum við Ísland” þar sem m.a. voru skoðuð söl. Samkvæmt skýrslunni var vel að þessari framleiðslu staðið og örverumælingar sem hlunnindaráðunautur lét gera bentu ekki til neinnar örverumengunar. Þessi söl voru framleidd hjá Sævarfangi á Stokkseyri. Þetta segir hins vegar ekki að öll sölvaframleiðsla sé í lagi.

Kær kveðja,

yfirfarið  28.10.2015Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.