Spurt og svarað

22. október 2006

Sólarlönd á meðgöngu

Það er búið að vera að hræða mig mjög yfir því að ég fór til sólarlanda þegar ég var komin 3 mánuði á leið, ég var í 27-29°C í eina viku. Hvað er það sem getur gerst ef maður er í svona miklum hita og liggur í sólbaði? Ég er orðin frekar stressuð yfir þessu að það sé núna ekki allt í lagi með barnið
 
Komdu sæl.
 
Í rauninni er ekki nákvæmlega vitað hversu mikinn hita þarf til að valda barninu skaða, og það er heldur ekki vitað á hvaða tímabili meðgöngunnar helst ætti að varast mikinn hita.  Þumalputtareglan er sú að ef þér líður vel þá líður barninu líklegast líka vel. Ég held þú ættir að vera róleg yfir þessu og mundu að konur í heitum löndum ganga líka með börn og það virðist vera í lagi hjá þeim af hverju þá ekki hjá þér?

Gangi þér vel.

yfirfarið 28.10.2015
 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.