Sólarströnd á meðgöngu

16.03.2011


Sæl.

Það var skipulagt áður en ég varð ólétt að fara í sólarlandaferð um páskana, þá verð ég komin 25 vikur. Ég ætla ekki að liggja í sólböðum og ætla nota góðan sólarhatt og sólarvörn. Hef heyrt umræðu um "húðbreytingar" og flekki ef maður fær sól á sig þegar maður er óléttur og þessir flekkir hverfi ekki fyrr en eftir nokkur ár? Er eitthvað satt í því?Sæl.

Það er auðvitað alltaf gott að fara varlega í sólinni og húðin getur verið viðkvæmari á meðgöngu en annars.  Blettir geta komið á húðina á meðgöngu hvort sem konan er í sól eða ekki en hverfa venjulega eftir fæðingu barnsins.  Passaðu að þér verði ekki of heitt og drekktu vel af vatni.

Gott er að athuga með tryggingar áður en haldið er í svona ferð því maður veit jú aldrei hvað á eftir að koma uppá á meðgöngunni eða hvenær og gott að vera við öllu búin.

Góða skemmtun.

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur. 
16. mars 2011.