Spurt og svarað

16. mars 2011

Sólarströnd á meðgöngu


Sæl.

Það var skipulagt áður en ég varð ólétt að fara í sólarlandaferð um páskana, þá verð ég komin 25 vikur. Ég ætla ekki að liggja í sólböðum og ætla nota góðan sólarhatt og sólarvörn. Hef heyrt umræðu um "húðbreytingar" og flekki ef maður fær sól á sig þegar maður er óléttur og þessir flekkir hverfi ekki fyrr en eftir nokkur ár? Er eitthvað satt í því?Sæl.

Það er auðvitað alltaf gott að fara varlega í sólinni og húðin getur verið viðkvæmari á meðgöngu en annars.  Blettir geta komið á húðina á meðgöngu hvort sem konan er í sól eða ekki en hverfa venjulega eftir fæðingu barnsins.  Passaðu að þér verði ekki of heitt og drekktu vel af vatni.

Gott er að athuga með tryggingar áður en haldið er í svona ferð því maður veit jú aldrei hvað á eftir að koma uppá á meðgöngunni eða hvenær og gott að vera við öllu búin.

Góða skemmtun.

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur. 
16. mars 2011.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.