B12 sprautur

29.09.2008
Góðan dag!
Mig langar að vita hvort óhætt sé að fá B12 vítamín í  sprautuformi á meðgöngu.  Ég er komin 34 vikur á leið og mældist tveimur stigum/punktum fyrir neðan viðmiðunarmörk í B12 vítamíni. Var líka orðin lág í járni og hef verið að taka það á sukkinatformi, 20 mg á dag, en það virðist ekki vera að gera nóg til að hækka mig eitthvað að ráði.   Blóðrauði samt í lagi. Mér skilst að þetta B12-vítamín (sprauta) eigi að geta  "bjargað öllu" en er voða smeik við að fá svona sprautur af einhverju á meðgöngu...
Bk, Bumban.
Sæl Bumban!

Þú hefur líklega fengið skrifað uppá B12 vítamín í sprautuformi frá lækni.   Það er velþekkt að konur séu að fá þessar sprautur á meðgöngu og ekkert bendir til þess að það geri konum annað en gott.  Það getur hjálpað þér mikið ef þú ert með B12 skort.  Skoðaðu þetta með ljósmóðurinni þinni í mæðraverndinni og hún getur skoðað niðurstöður blóðrannsókna og hjálpað þér að meta þörfina fyrir vítamíninu.

Með kveðju


Ingibjörg Th. Hreiðarsdóttir
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur
24. September 2008.