Spurt og svarað

29. september 2008

B12 sprautur

Góðan dag!
Mig langar að vita hvort óhætt sé að fá B12 vítamín í  sprautuformi á meðgöngu.  Ég er komin 34 vikur á leið og mældist tveimur stigum/punktum fyrir neðan viðmiðunarmörk í B12 vítamíni. Var líka orðin lág í járni og hef verið að taka það á sukkinatformi, 20 mg á dag, en það virðist ekki vera að gera nóg til að hækka mig eitthvað að ráði.   Blóðrauði samt í lagi. Mér skilst að þetta B12-vítamín (sprauta) eigi að geta  "bjargað öllu" en er voða smeik við að fá svona sprautur af einhverju á meðgöngu...
Bk, Bumban.
Sæl Bumban!

Þú hefur líklega fengið skrifað uppá B12 vítamín í sprautuformi frá lækni.   Það er velþekkt að konur séu að fá þessar sprautur á meðgöngu og ekkert bendir til þess að það geri konum annað en gott.  Það getur hjálpað þér mikið ef þú ert með B12 skort.  Skoðaðu þetta með ljósmóðurinni þinni í mæðraverndinni og hún getur skoðað niðurstöður blóðrannsókna og hjálpað þér að meta þörfina fyrir vítamíninu.

Með kveðju


Ingibjörg Th. Hreiðarsdóttir
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur
24. September 2008.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.