Sónar

18.10.2012

Sæl,
Ég er komin 28 vikur á leið og hef verið búsett í Bandaríkjunum síðan í apríl en kom þó heim á milli. Ég kom í 11-14 vikna sónarinn hér á íslandi en svo er ég búin að vera í mæðraskoðun erlendis en ekki eins góðri og á íslandi því ég er ekki ríkisborgari úti. Ég er komin til íslands og var að velta fyrir mér hvort ég sé of sein að fara í sónar til þess að fá að vita kynið á barninu? Takk fyrir góða síðu :)
kv, Janúar bumban

 


Sæl
Við ómskoðun eingöngu vegna læknisfræðilegra ástæðna eftir 20 vikur. Það er ekki í boði hjá okkur að koma til að fá kyngreiningu. Það verður þú að fá gert á einkastofu, ekki á Landspítalanum.

Kveðja og gangi þér vel,
María Jóna Hreinsdóttir,
ljósmóðir fósturgreingardeild
16. október 2012