Ljósmóðir.is notar vafrakökur til að bæta notendaupplifun og stuðla að frekari þróun heimasíðunnar.
Upplýsingar um vafrakökur
18. október 2012
Sæl, Ég er komin 28 vikur á leið og hef verið búsett í Bandaríkjunum síðan í apríl en kom þó heim á milli. Ég kom í 11-14 vikna sónarinn hér á íslandi en svo er ég búin að vera í mæðraskoðun erlendis en ekki eins góðri og á íslandi því ég er ekki ríkisborgari úti. Ég er komin til íslands og var að velta fyrir mér hvort ég sé of sein að fara í sónar til þess að fá að vita kynið á barninu? Takk fyrir góða síðu :) kv, Janúar bumban
SælVið ómskoðun eingöngu vegna læknisfræðilegra ástæðna eftir 20 vikur. Það er ekki í boði hjá okkur að koma til að fá kyngreiningu. Það verður þú að fá gert á einkastofu, ekki á Landspítalanum.
Kveðja og gangi þér vel,María Jóna Hreinsdóttir,ljósmóðir fósturgreingardeild16. október 2012
Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.
Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.
Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.