Spurt og svarað

10. desember 2008

Sónar á 11.-13. viku

Ég er 28 ára og komin 9 vikur á leið. Hverjar eru líkurnar á því að fóstrið sé með litningagalla? Fyrir utan systur ömmu minnar sem var með downs heilkenni hefur enginn fæðst með litningagalla í fjölskyldum beggja foreldra. Ég bý erlendis og læknirinn mælti með þessum sónar, hér er boðið upp á sónar og hnakkaþykktarmælingu endurgjaldslaust. Ég verð hins vegar á Íslandi einmitt á 11. til 13. viku og það er svolítið vesen að komast í þetta þar. Hversu mikilvægt er það að fara í þennan sónar?


Sæl!

Líkur á litningagalla (Down´s  heilkenni) hjá 28 ára heilbrigðri konu eru 1 á móti 766. Þetta er skoðun sem er valfrjáls en er ekki einungis til að reikna út líkur á litningagalla. Tilgangur þessarar skoðunar er að staðfesta meðgöngulengd, fjölda fóstra, skoða fósturútlit m.t.t. mjög alvarlega fósturgalla eins og heilaleysi, nýrnagalla , kviðveggsgalla og fleira. Hafa verður í huga að flest börn fæðast heilbrigð en 2-5 % kvenna sem koma í 12 vikna skoðun fá vitneskju um vandamál. Þessi skoðun hefur verið í boði á Íslandi frá því í desember 1998, til að byrja með fyrir konur með sögu um fósturgalla áður og konur eldri en 35 ára. Síðast liðin 4 ár hefur þessi skoðun verið í boði fyrir allar konur og hafa 80-90 % kvenna þegið hana.

Kveðja og gangi þér vel,

María Jóna Hreinsdóttir,
ljósmóðir - deildarstjóri fósturgreinardeildar LSH,
10. desember 2008.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.