Spurt og svarað

11. mars 2008

Sónar við 34 vikur

Hæ.

Ég var að spá þetta er mitt fyrsta barn og ég á að eiga núna í maí. Ég fór að spá með hvernig er það með sónarinn. Sumir segja að maður fari bara í snemmsónar og svo í 20 vikna sónar en allar frænkur mínar fóru í 34 vikna sónar líka. Ég kann ekkert á þetta og gleymi alltaf að spyrja ljósmóðir mína að þessu.


Sæl!

Öllum konum stendur til boða að fara í sónar við 12 vikur og svo aftur við 20 vikur. Ekki er skoðað á öðrum tímum nema af læknisfræðilegum ástæðum. Ef að frænkur þínar búa úti á landi þá er þar í boði að fara við 34 vikur og er það gert svo sónarskoðendur þar haldi sér í þjálfun, hér í Reykjavík höfum við næga þjálfun. Nánari upplýsingar eru á vefsíðu fósturgreiningardeildar LSH

Kveðja og gangi þér vel,

María Jóna Hreinsdóttir,
ljósmóðir - deildarstjóri fósturgreinardeildar LSH,
11.mars 2008.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.