Sónar við 34 vikur

11.03.2008

Hæ.

Ég var að spá þetta er mitt fyrsta barn og ég á að eiga núna í maí. Ég fór að spá með hvernig er það með sónarinn. Sumir segja að maður fari bara í snemmsónar og svo í 20 vikna sónar en allar frænkur mínar fóru í 34 vikna sónar líka. Ég kann ekkert á þetta og gleymi alltaf að spyrja ljósmóðir mína að þessu.


Sæl!

Öllum konum stendur til boða að fara í sónar við 12 vikur og svo aftur við 20 vikur. Ekki er skoðað á öðrum tímum nema af læknisfræðilegum ástæðum. Ef að frænkur þínar búa úti á landi þá er þar í boði að fara við 34 vikur og er það gert svo sónarskoðendur þar haldi sér í þjálfun, hér í Reykjavík höfum við næga þjálfun. Nánari upplýsingar eru á vefsíðu fósturgreiningardeildar LSH

Kveðja og gangi þér vel,

María Jóna Hreinsdóttir,
ljósmóðir - deildarstjóri fósturgreinardeildar LSH,
11.mars 2008.