Spa meðferð

09.02.2015

Sæl og takk fyrir síðuna! Ég er að fara í skoðunarferð með vinnunni bráðum, verð þá komin 9 vikur. Málið er að það er  planað er að fara í  Spa saman. Er það öruggt á meðgöngunni? Ég hef ekki sagt neinum frá óléttunni, en er til að gera það til að forðast eitthvað hættulegt :) Með fyrirfram þökk.

 

Sæl og blessuð, það er allt í lagi að fara í spa. Það reyndar kemur ekki fram hvað á nákvæmlega að gera þar. Ef þetta eru heitir pottar skaltu ekki fara í þann heitasta og ekki vera svo lengi ofan í að þér verði sjóðandi heitt eða þú verðir máttlaus. Það er gott að drekka vel af vatni líka. Ef þú ert að fara í gufubað þá gildir það sama. Ef þú ert að fara í einhverskonar nudd er ágætt að segja nuddaranum frá því að þú sért ólétt. Gangi þér vel og góða skemmtun í ferðinni.

Bestu kveðjur
Áslaug V.
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur
09.feb.2015