Spægipylsa og pepperóní

24.05.2009

Mig langaði að spyrja hvort væri í lagi að borða spægipylsu og fleiri þess
háttar álegg?

Takk fyrir frábæran vef!


Sæl!

Samkvæmt upplýsingum frá Matvælastofnun eru hrápylsur framleiddar úr smækkuðu kjöti með söltun, þurrkun, gerjun og ef til vill reykingu og eru borðaðar hráar, svo sem spægipylsa og pepperóní. Ástæða þess að konum er ráðlagt að borða ekki hrá matvæli á meðgöngu er hætta á matarsýkingum, m.a. Listeríu. Þar sem þessi vara er söltuð og gerjuð er hún með lága vatnsvirkni og því er ekki hætta á að Listeria vaxi við þær aðstæður og því ætti að vera óhætt að borða svona álegg.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
24. maí 2009.