Span hellur

23.06.2008

Sælar!

Smá vangaveltur í gangi með sterka geislun útfrá span hellum. Ég er matreiðslumaður og í eldhúsinu sem ég vinn í er stórt span helluborð og ef maður vinnur lengi við það þá enda allir með blóðnasir og stundum höfuðverk og fólk með gangráð má ekki vera nálægt þessum eldavélum.

Mig langar að vita hvort það hafa verið gerðar einhverjar rannsóknir varðandi notkun á þessum hellum þegar maður er óléttur? Finn ekkert á google - he, he.

Með fyrirfram þökk, Helga

 

Komdu sæl Helga

Því miður gat ég ekki fundið neinar rannsóknir á þessu. 

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
23. júní 2008.