Spasmerín við magakrömpum á meðgöngu

06.08.2008

Hæ, hæ!

Ég er komin rúmar 6 vikur á leið, ég fæ magakrampa einstaka sinnum sem tengist ristlinum. Hef alltaf verið svona inn á milli. Hvað má ég taka þegar þeir koma. Hef verið að taka Spasmerín en hef ekki þorað því núna. En þetta eru svo sárir krampar að ég er öll keng. Vantar svo ráð hvað ég get gert.

Með bestu kveðju.


Sæl og blessuð!

Samkvæmt upplýsingum í Sérlyfjaskránni ber að varast að nota Spasmerín á meðgöngu og við brjóstagjöf, nema brýna nauðsyn beri til þar sem upplýsingar um öryggi við notkun lyfsins eru ekki þekktar.

Ég ráðlegg þér að leita til læknis.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
6. ágúst 2008.