Spinnng á meðgöngu

06.10.2010

Er í lagi að vera í spinning á meðgöngu? Ef já, hvað þarf maður að passa sig á og er í lagi ef maður verður stífur í maganum án þess að vera með verki? Ég er komin 20 vikur og er búin að vera í spinning 1-2 sinni í viku og finnst það svo fín hreyfing.


Sæl og blessuð!

Það er í góðu lagi að vera í spinning á meðgöngu. Á meðgöngunni er mikilvægt að að hlusta vel á líkama sinn og fylgja því sem hann segir, þ.e ef það eru einhverjar æfingar sem þér þykja óþægilegar þá skaltu sleppa þeim. Svo er líka mikilvægt er að drekka vel af vatni á meðan æfingu stendur. Svo er gott að ráðfæra sig við spinning kennarann.

Ef þú finnur fyrir því að maginn harðni án þess að þú finnir fyrir verkjum ertu líklega að finna fyrir samdráttum. Þeir lýsa sér akkúrat þannig. Sumar konur finna aldrei fyrir þessum samdráttum meðan aðra finna fyrir þeim allt frá 20.viku. Samdrættir aukast yfirleitt eftir því sem líður á meðgönguna og flestar konur finna fyrir samdráttum á síðustu vikum meðgöngunnar. Eðlilegt er að finna fyrir samdráttum en þeir ættu þó ekki að vera fleiri en fjórir á klukkutíma. Ef þú finnur fyrir of mörgum samdráttum í spinningtímanum þá þarftu að slaka á eða gera æfingarnar á minni hraða eða krafti.

Gangi þér vel.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
6. október 2010.