Spurt og svarað

17. desember 2008

Bætibakteríur og Horsetail á meðgöngu

Sæl og takk fyrir mjög góðan vef.

Ég er komin 11 vikur á leið og hef tekið inn á hverjum degi bætibakteríur og „Horsetail“ til varnaðar við þvagfærasýkingu. Þetta var mér ráðlagt í heilsubúð og þær sögðu það ekki skipta máli þó maður væri ófrískur. Ég vildi samt leggja þetta undir ykkur. Mér hefur liðið betur eftir að ég byrjaði á þessu en ég var mjög oft með blöðrubólgu áður en ég varð ófrísk. Hef drukkið trönuberjasafa en mér finnst hann bara ógeðslegur ef hann er ekki með sykri, en reyni að samt annað slagið.

:) Með fyrirfram þökk, LGH.


Sæl og blessuð!

Það er ekki mælt með notkun „Horsetail“ (Equisetum arvense L.) á meðgöngu einfaldlega vegna þess að það hefur ekki verið rannsakað nægjanlega og því ekki hægt að segja til um hvort það sé öruggt á meðgöngu. Reyndar hefur notkun á bætibakteríum á meðgöngu svo sem ekki verið rannsökuð svo ég viti en flestir telja alveg óhætt að nota þær.


Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
17. desember 2008.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.